FH keypti efnilegan Leiknismann

Vuk Oskar Dimitrijevic er orðinn leikmaður FH.
Vuk Oskar Dimitrijevic er orðinn leikmaður FH. Ljósmynd/fhingarnet

Knattspyrnudeild FH hefur gengið fá kaupum á hinum 19 ára gamla Vuk Oskari Dimitrijevic frá Leikni Reykjavík. Vuk verður áfram í herbúðum Leiknis á þessari leiktíð, sem lánsmaður frá FH. 

Vuk hefur spilað 38 leiki fyrir Leikni í 1. deildinni og skorað í þeim fimm mörk. Hefur hann leikið tíu leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim eitt mark. 

FH-ingar greindu frá kaupunum á Facebook í dag. Þar er Leiknismönnum þakkað fyrir góð samskipti og mikilli ánægju lýst með að Vuk sé kominn til félagsins. 

mbl.is