FH vann kapphlaupið við Stjörnuna

Daníel Hafsteinsson í leik með U21 árs landsliðinu.
Daníel Hafsteinsson í leik með U21 árs landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Daníel Hafsteinsson verður lánaður frá Helsingborg í Svíþjóð til FH og mun hann byrja að æfa með Hafnarfjarðarliðinu á morgun. Vefsíðan 433.is greindi frá. 

Daníel, sem er fæddur árið 1999, fór til Helsingborg frá KA á miðju síðasta ári, en tókst ekki að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliði sænska liðsins. Hann lék sex leiki í seinni umferð sænsku úrvalsdeildarinnar, einn þeirra í byrjunarliðinu.

Daníel hefur leikið 48 leiki í meistaraflokki hér á landi, þar af 40 í efstu deild, þar sem hann hefur skorað fjögur mörk. Þá hefur hann skorað eitt mark í 19 leikjum með yngri landsliðum Íslands. 

mbl.is