Stjarnan krækir í landsliðskonu frá KR

Betsy Hassett í leik með KR gegn Val síðasta sumar.
Betsy Hassett í leik með KR gegn Val síðasta sumar. mbl.is/Hari

Betsy Hassett, nýsjálenska landsliðskonan í knattspyrnu sem hefur leikið með KR í hálft þriðja ár, er gengin til liðs við Stjörnuna.

Hassett er einn reyndasti leikmaður landsins en hún hefur spilað 120 landsleiki fyrir þjóð sína, nú síðast á dögunum í Algarve-bikarnum þar sem Nýja-Sjáland tapaði fyrir Noregi 1:2 í leiknum um bronsverðlaunin.

Hún hefur leikið með Nýja-Sjálandi í lokakeppni þriggja síðustu heimsmeistaramóta, 2019, 2015 og 2011, og á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.

Hassett er 29 ára miðjumaður og hefur spilað 38 leiki með KR-ingum í úrvalsdeildinni frá því hún kom til félagsins á miðju tímabili 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert