Íslandsmótið í fótbolta enn á sínum stað - óvíst með Lengjubikar

Valur og KR eiga að mætast 22. apríl.
Valur og KR eiga að mætast 22. apríl. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmótið í knattspyrnu mun að óbreyttu hefjast 22. apríl með leik Vals og KR í Pepsi Max-deild karla á Hlíðarenda.

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ staðfesti þetta við mbl.is í kjölfarið á þeirri ákvörðun sambandsins að aflýsa öllum leikjum á vegum þess frá og með deginum í dag og næstu fjórar vikurnar.

Lokaleikirnir í A-deild Lengjubikars karla áttu að fara fram í kvöld og um helgina en aðrar deildir keppninnar eru skemmra á veg komnar. Óvíst er hvort keppnin verði kláruð en mögulegt er að engir meistarar verði krýndir í henni í ár.

Birkir sagði við mbl.is að Lengjubikarnum væri aðeins frestað að sinni og framhaldið yrði að koma í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert