Kvennalandsliðið spilar ekki EM-leikina í apríl

Kvennalandsliðið Íslands á fimm leiki eftir á þessu ári í …
Kvennalandsliðið Íslands á fimm leiki eftir á þessu ári í undankeppni EM. Kristinn Magnússon

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu mun ekki leika gegn Ungverjalandi og Slóvakíu 10. og 14. apríl í undankeppni Evrópumótsins eins og til stóð.

Meðal þess sem ákveðið var á neyðarfundi UEFA í dag var að fresta öllum keppnisleikjum félagsliða og landsliða, og þar á meðal leikjum í undankeppni EM kvenna sem áttu að fara fram í aprílmánuði.

Ísland er með 9 stig eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppninni og átti næst á eftir leikjunum við Ungverjaland og Slóvakíu að leika á heimavelli gegn Lettlandi og Svíþjóð 4. og 9. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert