Frestun Íslandsmótanna staðfest - Engin meistarakeppni?

Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ. mbl.is/Hari

Á stjórnarfundi KSÍ í dag var samþykkt að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu yrði frestað og fara þau af stað um miðjan maí.

Fyrsti leikur í efstu deild karla, Pepsi Max-deildinni, átti að vera spilaður 22. apríl og átta dögum síðar átti fyrsti leikur í Pepsi Max-deild kvenna að vera spilaður. Vegna kórónuveirunnar og samkomubanns hefur þeim hins vegar verið frestað. 

Stjórnin samþykkti að keppni í Lengjubikarnum væri lokið og að ekki yrði krýndir meistarar 2020. Þá var samþykkt að Meistarakeppni KSÍ, þar sem Íslandsmeistarar mæta bikarmeisturum, verði frestað og að keppnin í ár verði mögulega felld niður.

Staðan Íslandsmótana veðrur endurmetin í apríl þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um framhaldið og mögulega lengingu samkomubanns. Þannig er gert ráð fyrir að hæfilegur tími líði frá lokum samkomubanns þar til keppni getur hafist í öllum mótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert