Tjaldið farið af Laugardalsvellinum

Hitapylsan á Laugardalsvellinum.
Hitapylsan á Laugardalsvellinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hitatjaldið sem hefur verið á Laugardalsvelli að undanförnu er farið af vellinum, þar sem búið er að fresta leik Íslands og Rúmeníu. Landslið þjóðanna áttu að mætast í umspili fyrir EM karla í fótbolta 26. mars næstkomandi eða eftir viku. 

Tjaldið, eða pylsan eins og það er stundum kallað, átti að sjá til þess að völlurinn yrði í lagi þegar rúmenska liðið kæmi í heimsókn. KSÍ eyddi um 60 milljónum króna í að gera völlinn kláran. 

Völlurinn lítur nú vel út miðað við árstíma, en þar sem íslenska vetrinum er ólokið og veðurspáin slæm næstu daga, er óljóst hvert standið á vellinum verður í lok vetrar. Vonir standa til að hann verði allavega leikhæfur þegar Ísland og Rúmenía eiga að mætast í júní. 

Grasið á Laugardalsvelli lítur vel út miðað við árstíma.
Grasið á Laugardalsvelli lítur vel út miðað við árstíma. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert