Landsliðin eiga leik sama dag

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karla- og kvennalandslið Íslands í fótbolta eiga nú bæði heimaleik 4. júní næstkomandi eftir að leikur karlaliðsins við Rúmeníu í umspili Evrópumótsins var færður á dagsetninguna vegna kórónuveirunnar. 

Ljóst er að leikirnir verða ekki spilaðir sama dag og á sama velli og verður annar þeirra því væntanlega færður. 

Leikurinn við Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en vegna veirunnar var hann færður til sumars. Kvennalandsliðið á að mæta Lettlandi sama dag í undankeppni Evrópumótsins. Fimm dögum síðar mætast Ísland og Svíþjóð í sömu keppni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert