Mótanefndin skoðar mögulegar sviðsmyndir

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í fyrsta lagi um miðjan maí.
Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í fyrsta lagi um miðjan maí. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands ætlar ekki að birta nýja leikjaniðurröðun fyrir Íslandsmótið 2020 að svo stöddu.

Í tilkynningu nefndarinnar á vef KSÍ segir að vegna óvissu um framhaldið á samkomubanni almannavarna sé ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppni í einstökum mótum hefjist. 

Mótanefndin sé að skoða mögulegar sviðsmyndir og hvernig leikjum sumarsins verði best fyrir komið en ný niðurröðun verði  gefin út þegar fyrir liggi hvenær keppni geti hafist. Fram að því verði mótin birt á vef KSÍ með núverandi dagsetningum.

Stjórn KSÍ samþykkti í gær að Íslandsmótið myndi hefjast um miðjan maí, í stað 22. apríl, svo framarlega sem samkomubanninu ljúki um miðjan apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert