Undankeppni EM hápunktur á landsliðsferli

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 19 mörk fyrir íslenska landsliðið, tíu þeirra …
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 19 mörk fyrir íslenska landsliðið, tíu þeirra í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er vissulega erfitt að segja það en ég sé mig í raun ekki spila fótbolta aftur,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir, þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna í knattspyrnu frá upphafi, í Morgunblaðinu í dag.

Harpa hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir afar farsælan feril en hún er ólétt að sínu þriðja barni. Hún á að baki 252 leiki í efstu deild með Stjörnunni og Breiðabliki þar sem hún skoraði 181 mark. Hún lék stærstan hluta ferilsins með uppeldisfélagi sínu Stjörnunni þar sem hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með liðinu og þrívegis bikarmeistari.

Harpa lék síðast með Stjörnunni sumarið 2018, en sleit krossband í hné í bikarúrslitaleik gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli í ágúst og hefur ekki spilað fótbolta síðan.

„Eftir að ég sleit krossbandið 2018 fór ég að skoða málin betur og ég var í raun aldrei ákveðin hvort ég ætlaði mér að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. Það er ekkert grín að koma til baka eftir svona meiðsli og þú þarft að æfa af 150% krafti þess að ná upp fyrri styrk. Það er ekki auðvelt þegar að maður er með fjölskyldu og ég í fullri vinnu þannig að að lokum þá ákvað ég að segja þetta gott.“

Sjá viðtalið við Hörpu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert