Áhugi minn og Skagamanna fer vel saman

Geir Þorsteinsson var ráðinn framkvæmdastjóri ÍA á dögunum.
Geir Þorsteinsson var ráðinn framkvæmdastjóri ÍA á dögunum. mbl.is/Hari

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er kominn aftur í íslenska fótboltann eftir rúmlega þriggja ára fjarveru, en Knattspyrnufélag ÍA tilkynnti ráðningu hans sem framkvæmdastjóra á laugardaginn var. Geir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 1997 til 2007 og síðan formaður sambandsins frá 2007 til 2017.

Síðustu ár hefur hann unnið með FIFA og UEFA, fyrst og fremst í Asíu og Eyjaálfu. Þar hefur hann haldið fyrirlestra og verið ráðgjafi, enda reynslubolti þegar kemur að alþjóðaknattspyrnu.

Kórónuveiran hafði áhrif

„Þetta kom þannig til að síðustu þrjú ár hef ég verið í þróunarverkefni fyrir UEFA og FIFA og þá aðallega með FIFA í Asíu og Eyjaálfu. Síðasta ferðin sem ég fór í var í desember. Ég var að vinna sem ráðgjafi og fyrirlesari. Í byrjun árs kviknaði á kórónuveirunni í Kína og þá sá ég fyrir mér að ég yrði ekki mikið á ferðinni í Asíu eða Eyjaálfu næsta árið,“ sagði Geir um aðdraganda þess að hann hefði verið ráðinn til ÍA.

„Það var byrjunin og fékk mig til að líta enn frekar heim. Eitt leiddi svo af öðru, Skagann vantaði framkvæmdastjóra og knattspyrna er mitt svið. Áhugi minn og Skagamanna á fótbolta fer mjög vel saman,“ sagði Geir. Hann segir félagið ætla sér að vera í allra fremstu röð í fótboltanum hér á landi.

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgnblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert