Emil laus úr sóttkví

Emil Hallfreðsson
Emil Hallfreðsson mbl.is/Árni Sæberg

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er laus úr sóttkví sem hann var settur í eftir að hann kom til Íslands frá Ítalíu þar sem hann býr. 

Emil kom til landsins í þeim tilgangi að vera leikfær fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM sem fara átti fram í kvöld. Eftir að Emil var kominn til Íslands var leiknum frestað fram í júní en Emil býr í Verona og leikur með Padova. 

Emil greindi frá þessu í viðtali við RÚV í dag en hann segir ástandi á Ítalíu vera mjög erfitt vegna kórónuveirunnar eins og gefur að skilja og hefur haldið reglulegu sambandi við vini sína þar í landi. 

Viðtalið við Emil

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert