Snjóað hefði í Rúmeníuleiknum

Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri.
Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í kvöld hefði leikur Íslands og Rúmeníu farið fram á Laugardalsvellinum í umspili fyrir EM karla í knattspyrnu ef kórónuveiran hefði ekki sett allt íþróttastarf heimsins úr skorðum. 

Leikurinn átti að fara fram 26. mars en var frestað fram í júní vegna veirunnar og lokakeppninni sjálfri hefur verið frestað til sumarsins 2021. 

Í kvöld er snjór yfir Reykjavík, hiti undir frostmarki og nokkur snjókoma. Vetrarlegt hefði því verið um að litast á þjóðarleikvanginum og í kaldara lagi fyrir áhorfendur. 

Vallarstjórinn í Laugardalnum, Kristinn Jóhannsson, birti færslu á Twitter í dag með myndum af snæviþöktum Laugardalsvelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert