Nauðsynlegt að hugsa um líkamann og sjálfan sig

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði karla í knattspyrnu, sendir landsmönnum skilaboð á Facebook-síðu Knattspyrnusambands Íslands frá Katar þar sem hann er búsettur og leikur með liði Al-Arabi.

Þar hvetur Aron iðkendur í fótbolta sem og alla Íslendinga til þess að hreyfa sig, jafnvel þótt ekki væri um að ræða meira en tíu mínútna göngutúr.

„Þetta eru erfiðir tímar og það er nauðsynlegt að hugsa um líkamann og sjálfan sig,“ segir Aron Einar sem að öllu eðlilegu hefði leikið með landsliði Íslands gegn Rúmeníu á Laugardalsvellinum í gærkvöld, í umspilinu fyrir EM, sem hins vegar var frestað fram í júní vegna kórónuveirunnar.



mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert