Óhjákvæmilegt að leikmenn á Íslandi taki á sig launalækkun

Leikmenn og stuðningsmenn KR fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrra.
Leikmenn og stuðningsmenn KR fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. mbl.is/Hari

„Það verða mjög erfið næstu mánaðarmót,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við RÚV en ástandið í þjóðfélaginu, vegna kórónuveirunnar, kemur sér illa fyrir íþróttahreyfinguna í landinu.

„Við búum við nákvæmlega sama ástand og öll íþróttafélög heimsins. Þú sérð í ensku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni og hvar sem er að alls staðar eru leikmenn að taka á sig verulega launaskerðingu, tímabundna eða varanlega. Við þurfum að aðlaga okkar rekstur að breyttri heimsmynd,“ hélt Páll áfram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins og bætti svo við að búið er að ræða við flesta leikmenn KR, sem hafa sýnt þessu skilning.

Þá segir hann að laun leikmanna munu skerðast strax um þessi mánaðarmót, enda ekki annað hægt. „Það einfaldlega bara verður að vera, aðstæður eru þannig að við getum ekki haldið úti óbreyttum rekstri.“

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, Páll Kristjánsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar, …
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, Páll Kristjánsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar, og Kristinn Kjærnested, fráfarandi formaður deildarinnar. Ljósmynd/@KRreykjavik
mbl.is