Landsliðskonur setja sér markmið

Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir á góðri stundu með …
Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir á góðri stundu með landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur hafið birt­ingu mynd­banda á sam­fé­lags­miðlum sín­um þar sem um er að ræða æf­ing­ar sem krakk­ar geta fram­kvæmt ein og sér eða í litl­um hóp­um, og hvatn­ing­ar­mynd­bönd þar sem landsliðsfólk hvet­ur iðkend­ur til að halda áfram að hreyfa sig og æfa reglu­lega.

Verk­efnið er kallað „Áfram Ísland“ og mynd­bönd­in munu birt­ast dag­lega á in­sta­gram- og face­booksíðum KSÍ en þau verður einnig að finna á youtu­be-síðu sam­bands­ins. Landsliðskonurnar Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir hvetja alla iðkendur til að hreyfa sig, jafnvel þó hefðbundnar æfingar hafa verið lagðar niður um tíma.

Hallbera og Fanndís, sem báðar spila með Íslandsmeistaraliði Vals, segja frá því í myndskeiðinu hér að neðan hvaða markmið þær hafa á næstu dögum og hvaða æfingar þær ætla að gera með sjálfum sér.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman