Hleypur fyrir stelpurnar á Akureyri

Þór/KA hefur stimplað sig inn sem eitt af betri liðum …
Þór/KA hefur stimplað sig inn sem eitt af betri liðum úrvalsdeildarinnar á undanförnum árum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Akureyringurinn Haraldur Ingólfsson hefur ákveðið að hlaupa 310 kílómetra í aprílmánuði til styrktar úrvalsdeildarliði Þór/KA og liði Hamranna sem leikur í 2. deildinni í fótbolta. Fólki mun gefast tækifæri til þess að heita á Harald í þeim tilgangi að styrkja knattspyrnustarf stelpnanna á Akureyri sem hefur verið afar öflugt í gegnum tíðina.

„Verkefnið hefur fengið heitið „Halli hleypur apríl“ enda hefst það formlega miðvikudaginn 1. apríl og er markmiðið að ná að ljúka því í aprílmánuði,“ segir á heimasíðu Þórs. „Upphaf þessa verkefnis má rekja til þess að leikmenn liðanna buðu sokka til sölu í febrúar og mars í fjáröflunarskyni og ákvað Halli að hlaupa einn kílómetra fyrir hvert selt par.“

„Skemmst er frá því að segja að stelpurnar seldu 310 pör. Það liggur því fyrir að hann þarf að hlaupa rúmlega 10 kílómetra að meðaltali á dag allan mánuðinn,“ segir á heimasíðu Þórs en nánar er hægt að lesa um verkefnið hér inn á heimasíðu Þórsarar, thorsport.is.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert