Ímyndaður afmælisleikur í Víkinni

Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar karla í knattspyrnu.
Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar karla í knattspyrnu. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur hefur boðað til góðgerðarleiks í tilefni af 112 ára afmæli félagsins. Vegna kórónuveirufaraldsins verður leikur hins vegar ímyndaður styrktarleikur milli núverandi bikarmeistara Víkings og fyrrverandi leikmanna Víkings, Hetjur Víkings.

Leikurinn mun fara fram þann 21. apríl næstkomandi en í liði Hetja Víkings verða leikmenn frá árunum 1980 til ársins 2018. Munu þeir etja kappi við lið Arnars Gunnlaugssonar sem varð bikarmeistari síðasta sumar.

Kaupið miða og takið þátt í leiknum með okkur. Þannig er hægt að styðja við félagið okkar og auka líkurnar á að liðið muni berjast um þann stóra á komandi tímabili!“ segir meðal annars í fréttatilkynningu sem Víkingar sendu frá sér en miðasala fer fram á Tix.is.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert