Þarf að finna lausn til að bjarga íþróttalífinu á Íslandi

Kvennalið Vals er ríkjandi Íslandsmeistari í knattspyrnu.
Kvennalið Vals er ríkjandi Íslandsmeistari í knattspyrnu. mbl.is/Hari

E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur aldrei séð jafn svart ástand og nú þegar kemur að rekstri félagsins en hann settist í stjórn hjá Val árið 2003 og tók við formannsembætti knattspyrnudeildarinnar síðar um haustið.

Kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþróttalíf hér á landi en samkomubann ríkir á Ísland.

Öll starfsemi Vals hefur því legið niðri að undanförnu en félagið sendi frá sér fréttatilkynningu í vikunni þar sem kom fram að allir leikmenn, þjálfarar og starfsmenn knattspyrnudeildarinnar hefðu boðist til að taka á sig launalækkun út árið 2020 vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu af völdum veirunnar.

„Það er mjög mikill samhugur og samkennd innan félagsins um þetta mál og leikmenn knattspyrnuliðanna eiga hrós skilið,“ sagði Börkur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það var nauðsynlegt að fara í þessar aðgerðir og þetta sýnir fyrst og fremst liðsheildina hjá okkar leikmönnum og þann anda sem er ríkjandi í félaginu.“

Gríðarlegt tekjutap

„Við teiknuðum upp þrjár sviðsmyndir og erum að vinna eftir einni þeirra núna. Hlutirnir geta breyst mjög hratt eins og dæmin hafa sýnt frá að þessi veira komst fyrst á flug. Við vinnum þetta í raun bara frá mánuði til mánaðar en við erum bjartsýn á að Íslandsmótið fari í gang um miðjan júní.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert