Vesturbæingar heiðruðu heilbrigðisstarfsfólk

Landsliðskonan Katrín Ásbjörnsdóttir er ein af þeim fjölmörgu sem er …
Landsliðskonan Katrín Ásbjörnsdóttir er ein af þeim fjölmörgu sem er í framlínu Landspítalans á þessum erfiðu tímum. AFP

Leikmenn meistaraflokks kvennaliðs KR í knattspyrnu tóku sig til og ákváðu að bjóða heilbrigðisstarfsfólki Landspítalans í hádegismat á dögunum í samstarfi við veitingastaðinn Lemon. Mikið álag er á heilbrigðisstarfsfólki þessa dagana vegna kórónuveirufaraldsins sem nú herjar á heimsbyggðina.

Tveir leikmenn KR, þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, vinna á Landspítalanum en kvennalið KR notaði tækifærið og skoraði á bæði karlalið KR til þess að styðja við bakið á heilbrigðisstarfsfólkinu í landinu og þá skoruðu þær einnig á kvennalið Stjörnunnar í knattspyrnu.

View this post on Instagram

Á þessum fordæmalausu tímum þar sem allt samfélagið okkar er lamað af COVID-19. Samkomubann gildir í landinu og engar æfingar eru nema þá bara heimaæfingar. Við hjá Mfl.KR kvk viljum þakka öllum þeim sem eru í framlínunni kærlega fyrir. Við erum með tvo leikmenn úr okkar liði sem eru í þessum frábæra hóp, þær Katrín Ásbjörns @katrinasbjorns og Þórdís Hrönn @thordish . Við erum ótrúlega stoltar af þeim og þeirra framlagi. Við ákváðum því í samstarfi við Lemon @lemoniceland að senda þeim smá glaðning og færðum þeim samlokur og djús á deildirnar þeirra á Landspítalanum. Við skorum á mfl karla KR @krreykjavik1899 og mfl kvk Stjörnunnar @stjarnan.mflkvk að láta gott af sér leiða og gefa til framlínunnar því öll þekkjum við einhvern sem er að berjast fyrir okkur! Við hlökkum til að sjá ykkur á vellinum í sumar Haldið áfram að vera dugleg að æfa! Við þurfum að hjálpast að og gera þetta saman öll sem ein! @heimavollurinn @fotboltinet

A post shared by Mfl. Kvenna KR⚽️ (@krstelpur) on Apr 2, 2020 at 7:18am PDT

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert