Draumaleikurinn að spila á móti Íslandi

Pablo Punyed á Hlíðarenda í september 2019, í leiknum þar …
Pablo Punyed á Hlíðarenda í september 2019, í leiknum þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 1:0-sigri. mbl.is/​Hari

Átta ár eru síðan knattspyrnumaðurinn Pablo Punyed kom í heimsókn til Íslands að vetrarlagi og hann er hér enn. Pablo, sem er frá El Salvador, er fyrir löngu búinn að festa sig í sessi í knattspyrnunni hérlendis og varð til að mynda Íslandsmeistari með KR síðasta haust.

Morgunblaðið falaðist eftir spjalli við Pablo og komst að því að hann hefur hæfileika á ýmsum sviðum. Pablo útskýrir fyrst hvernig það kom til að hann fór að spila á Íslandi.

„Ég kom fyrst til Íslands í janúar árið 2012. Þá kom ég bara til að hitta kærustuna sem er núna konan mín, Rúna Sif Stefánsdóttir. Við kynntumst í háskóla í New York þar sem við vorum bæði í námi. Hún var fyrsti Íslendingurinn sem ég kynntist en þá vissi ég varla hvað Ísland var. Þetta er ekki illa meint en Ísland var bara eins og annar heimur fyrir mér á þeim tíma.

Ég kom til að sjá landið veturinn 2012 og var spenntur fyrir því. Ég tók með mér takkaskóna og geri það gjarnan þegar ég ferðast. Rúna er úr Grafarvogi og ég æfði með Fjölni en einnig með Þrótti af því að tengdafaðir minn er Þróttari. Ég var bara í heimsókn á þeim tímapunkti og var ekki í spilunum að dvelja hér lengi.

Svo kom bara tilboð frá Fjölni um að spila með þeim um sumarið. Gústi Gylfa [Ágúst Gylfason] var þá þjálfari og ég var tilbúinn að taka tímabilið með þeim. Þeir voru í 1. deild og settu stefnuna upp í efstu deild. Þetta var fínt tækifæri fyrir mig til að spila fótbolta í Evrópu og það gekk bara mjög vel. Ég er þakklátur Gústa fyrir að taka áhættuna því ég var bara maður sem mætti á æfingu upp úr þurru.“

Foreldrar Pablos eru bæði frá Mið-Ameríku, faðirinn frá El Salvador en móðirin frá nágrannaríkinu Níkaragva.

Sjá viðtal við Pablo Punyed í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert