Skorar á fólk að huga að mataræðinu

Elísa Viðarsdóttir á að baki 93 leiki í efstu deild …
Elísa Viðarsdóttir á að baki 93 leiki í efstu deild með ÍBV og Val þar sem hún hefur skorað fjögur mörk. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur hafið birt­ingu mynd­banda á sam­fé­lags­miðlum sín­um þar sem um er að ræða æf­ing­ar sem krakk­ar geta fram­kvæmt einir og sér eða í litl­um hóp­um, og hvatn­ing­ar­mynd­bönd þar sem landsliðsfólk hvet­ur iðkend­ur til að halda áfram að hreyfa sig og æfa reglu­lega.

Verk­efnið er kallað „Áfram Ísland“ og mynd­bönd­in munu birt­ast dag­lega á in­sta­gram- og face­booksíðum KSÍ en þau verður einnig að finna á youtu­besíðu sam­bands­ins. Íslandsmeistarinn og Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir hvatti í dag unga iðkendur til þess að huga vel að mataræðinu á meðan æfingar liggja niðri.

Elísa er uppalin hjá ÍBV í Vestmannaeyjum og lék samfellt með liðinu frá árinu 2007 til ársins 2013. Í janúar 2014 gekk hún til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad og léku hún og systir hennar Margrét Lára þar saman um tíma. Elísa sneri aftur til Íslands árið 2016 þegar hún samdi við Val en hún varð Íslandsmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert