Félög í efstu deild fá greitt fyrirfram

Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

KSÍ birti í dag skýrslu frá fundi sambandsins hinn 2. apríl síðastliðinn. Fór fundurinn rafrænt fram og var af ýmsu að taka vegna áhrifa kórónuveirunnar á knattspyrnu hér á landi. 

Á meðal þess sem sambandið samþykkti var að félög í efstu deild karla myndu fá fyrirframgreiddar sjónvarpstekjur. Verða þær greiddar út 1. apríl í stað 1. júní. 

„Á milli funda samþykkti stjórn samhljóða á rafrænan hátt að greiða félögum í Pepsi-Max-deild karla fyrirframsamningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. Samkvæmt samningi er gjalddagi þessarar greiðslu 1. júní en verður nú greiddur 1. apríl,“ segir m.a í skýrslunni. 

Ljóst er að áhrif veirunnar á fjármál íþróttafélaga hér á landi eru gífurleg og gætu félög þurft að skera duglega niður. 

Sjá má skýrslu KSÍ í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is