Leiknir endurheimtir lykilmann

Jesus Suárez í leik með Leikni gegn HK.
Jesus Suárez í leik með Leikni gegn HK. mbl.is/Golli

Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði sem eru nýliðar í 1. deild karla í knattspyrnu hafa endurheimt lykilmann sem lék með þeim á árunum 2016 til 2018.

Það er spænski miðjumaðurinn Jesús Suárez sem spilaði 42 af 44 leikjum Leiknis í 1. deildinni árin 2016 og 2017 og skoraði sjö mörk, og þá spilaði hann fyrri hluta tímabilsins 2018 með liðinu í 2. deild en síðan með ÍR seinni hlutann. Hann lék síðan á Spáni á síðasta ári.

Suárez lék ýmist sem varnartengiliður eða miðvörður en var drjúgur í markaskorun fyrir liðið eftir sem áður.

mbl.is