Úr Breiðabliki í Fram

Aron Kári Aðalsteinsson leikur með Fram í 1. deildinni í …
Aron Kári Aðalsteinsson leikur með Fram í 1. deildinni í sumar. Ljósmynd/Aron

Knattspyrnumaðurinn Aron Kári Aðalsteinsson er genginn til liðs við Fram en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Aron kemur til Framara frá Breiðabliki og skrifaði hann undir lánssamning við Framara sem gildir út tímabilið.

Aron 21 árs gamall miðvörður sem getur einnig spilað sem djúpur miðjumaður. Aron er uppalinn í Breiðabliki en hann á að baki ellefu leiki í efstu deild með bæði Keflavík og HK þar sem hann hefur leikið sem lánsmaður.

Þá á hann að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands en Framarar leika í 1. deildinni á næstu leiktíð.

mbl.is