Eiður Smári lætur Mikael heyra það

Eiður Smári Guðjohnsen lætur Mikael heyra það á Twitter.
Eiður Smári Guðjohnsen lætur Mikael heyra það á Twitter. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt Mikael Nikulásson, þjálfara karlaliðs Njarðvíkur og „sérfræðing“ Dr. Football, fyrir ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpinu. 

Sagði Mikael að Anna Björg Kristjánsdóttir, sem nýverið skrifaði undir samning við Selfoss, væri á launum sem kvenkynsleikmenn hér heima ættu ekki að vera á.

Í kjölfarið lýstu margar landsliðskonur yfir vonbrigðum sínum með ummælin og hafa þau vakið hörð viðbrögð. 

„Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita...talaði með rassgatinu og úr því kom skita,“ skrifaði Eiður á Twitter, en hann hefur síðan eytt færslunni.

Þá hefur Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, sömuleiðis látið skoðun sína í ljós á Twitter. „Öll börnin voru í spjótkasti nema Mikki hann skeit á sig i podcasti,“ skrifaði Elísabet og stendur færslan enn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert