Grótta fær lánsmann frá grönnunum

Ástbjörn Þórðarson í leik með KR síðasta sumar.
Ástbjörn Þórðarson í leik með KR síðasta sumar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Knattspyrnulið Gróttu hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í sumar því Ástbjörn Þórðarson er genginn í raðir félagsins að láni frá grönnunum í KR. Grótta leikur sitt fyrsta tímabil í efstu deild í sumar og mætir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní. 

Ástbjörn þekkir vel til hjá Gróttu því hann lék með liðinu síðari hluta tímabilsins í fyrra, alls níu leiki, og hjálpaði liðinu að tryggja sér efsta sæti 1. deildarinnar. 

Ástbjörn hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði KR, en hann hefur alls leikið 11 leiki með liðinu í efstu deild og skorað í þeim eitt mark. Þá hefur hann einnig leikið sem lánsmaður hjá Víkingi Ólafsvík og ÍA. 

mbl.is