Hans tekur við fyrirliðastöðunni

Hans Viktor Guðmundsson með boltann í leik með Fjölni gegn …
Hans Viktor Guðmundsson með boltann í leik með Fjölni gegn FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hans Viktor Guðmundsson hefur verið skipaður fyrirliði karlaliðs Fjölnis í knattspyrnu fyrir komandi keppnistímabil en Fjölnismenn skýrðu frá þessu á samskiptamiðlum í kvöld.

Hans tekur við keflinu af Bergsveini Ólafssyni, miðverði Fjölnis, sem ákvað óvænt fyrr í þessum mánuði að leggja fótboltaskóna á hilluna.

Hans, sem er 23 ára gamall og hefur leikið með Fjölni allan sinn feril, á að baki 63 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni og lék 21 af 22 leikjum liðsins í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði fimm mörk.

mbl.is