Svona stórslys endurtekur sig ekki

Kristján Flóki Finnbogason og Kristinn Freyr Sigurðsson (t.h.).
Kristján Flóki Finnbogason og Kristinn Freyr Sigurðsson (t.h.). mbl.is/Hari

„Það er mikil tilhlökkun að fara að byrja þetta eftir ansi langt undirbúningstímabil,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, í samtali við Morgunblaðið. Íslandsmót karla í knattspyrnu hefst með stórleik Vals og KR á Hlíðarenda að kvöldi 13. júní. Kristinn sjálfur er í góðu standi og klár í slaginn.

„Síðustu mánuðir hafa verið mjög fínir fyrir mig persónulega. Ég fékk hvíld til áramóta til að jafna mig í hnénu eftir seinasta ár. Ég byrjaði svo á fullu í janúar og það hefur gengið mjög vel. Ég mæti í mun betra standi fyrir þetta tímabil en það seinasta. Ég var að komast í ansi gott form rétt áður en kórónuveiran kom. Eftir það hélt maður sér við og svo fer þetta að byrja aftur venjulega núna, það verður gott að fá eðlilegar æfingar aftur og þá verð ég tilbúinn í fyrsta leik. Það er ekki flóknara en það,“ sagði Kristinn sem er 28 ára gamall miðjumaður.

Betri en við sýndum í fyrra

Valsmenn ollu miklum vonbrigðum síðasta sumar en flestir spáðu þeim öruggum sigri á Íslandsmótinu, enda liðið gríðarlega vel mannað. Valsliðið náði sér hins vegar ekki á strik og endaði að lokum í sjötta sæti með 29 stig, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. Kristinn segir leikmenn staðráðna í að bæta upp fyrir síðasta sumar, sem hann lýsir sem stórslysi.

„Maður fann það á mannskapnum að menn voru tvíefldir á undirbúningstímabilinu og staðráðnir í að láta svona stórslys ekki koma fyrir aftur. Við erum klárlega mun betri en við sýndum í fyrra en það er okkar að sýna það og við erum staðráðnir í að gera það.“

Viðtalið í heild sinni er í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert