Málfríður framlengir við meistarana

Málfríður Erna Sigurðardóttir.
Málfríður Erna Sigurðardóttir. Ljósmynd/Valur

Knatt­spyrnu­kon­an Mál­fríður Erna Sig­urðardótt­ir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals en hún er uppalin hjá félaginu og spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki á Hlíðarenda fyrir 20 árum síðan.

Málfríður er 36 ára gömul og á 201 leik með Völsurum í efstu deild en einnig spilaði hún með Breiðabliki í tvö ár. Hún á 33 lands­leiki að baki og í þeim skoraði hún tvö mörk. Mál­fríður var m.a. í ís­lenska landsliðshópn­um á EM 2017. Hún spilaði aðeins þrjá deildarleiki undir lok síðustu leiktíðar eftir að hafa tekið sér frí frá fótboltanum.

mbl.is