Mörkum verður fagnað án snertingar

Valskonur fagna marki á Hlíðarenda síðasta sumar. Knattspyrnumenn verða að …
Valskonur fagna marki á Hlíðarenda síðasta sumar. Knattspyrnumenn verða að reyna að forðast hópfaðmlög sem þessi í ár. mbl.is/Hari

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar varðandi framkvæmd á knattspyrnuleikjum í meistaraflokkum vegna sóttvarnaaðgerða heilbrigðisyfirvalda og almannavarna.

Íslandsmótið hefst í næsta mánuði og er þessum leiðbeiningum ætlað að lágmarka áhættuna á því að leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn sem koma að knattspyrnuleikjum smitist af kórónuveirunni.

Meðal þeirra aðgerða sem mælt er með, er að leikmenn og starfsmenn fagni mörkum án snertingar, að þeir láti af þeim ósið að hrækja á leikflötinn og þá skulu þeir ekki heilsast með handabandi fyrir og eftir leik eins og venja er fyrir.

Nánar um þennan viðauka, sem gildir samhliða almennri handbók KSÍ um framkvæmd leikja sem og reglugerðar um knattspyrnuleikvanga, má lesa á heimasíðu sambandsins með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert