Mynd af nýju landsliðstreyjunni óvart lekið?

Guðni Bergsson og Björn Gulden með bláa treyju. Myndin var …
Guðni Bergsson og Björn Gulden með bláa treyju. Myndin var birt á heimasíðu íþróttavöruframleiðandans. Ljósmynd/Puma

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands sagði í morgun frá nýjum samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en hann tekur gildi 1. júní. Þá kom fram að nýr landsliðsbúningur með nýju merki yrði kynntur í næsta mánuði en nú virðist sem myndum af honum hafi verið lekið á veraldarvefinn.

Heimasíða Puma birti ljósmynd af Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, og Björn Gulden, forstjóra Puma, þar sem þeir halda á blárri treyju sín á milli. Stefán Haukur Viðarsson náði skjáskoti af myndunum og birti þær á Twitter-síðu sinni en Puma hefur fjarlægt færsluna.

mbl.is