Arnór Guðjohnsen æfir í Árbænum

Arnór Borg Guðjohnsen ásamt foreldrum sínum árið 2017.
Arnór Borg Guðjohnsen ásamt foreldrum sínum árið 2017. Ljósmynd/Blikar.is

Arnór Borg Guðjohnsen æfir þessa dagana með úrvalsdeildarliði Fylkis í knattspyrnu en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Arnór verður tvítugur í september en hann hefur verið að jafna sig á erfiðum meiðslum að undanförnu.

Arnór, sem hefur verið að snúa aftur á völlinn, var frá í þrettán mánuði vegna meiðsla, en hann hefur verið á mála hjá Swansea á Englandi. Arnór er framherji að upplagi en hann er sonur Arnórs Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu.

Þá er hann hálfbróðir Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta knattspyrnumanns sem Ísland hefur átt. Eiður Smári lék með bæði Val og KR hér á landi og þá gerði hann garðinn frægan með liðum á borð við Chelsea og Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert