Þar sem allir vilja vera

Hans Viktor Guðmundsson
Hans Viktor Guðmundsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Hans Viktor Guðmundsson er ungur að árum, verður 24 ára í september, en engu að síður verður hann einn af reyndustu leikmönnum nýliðanna Fjölnis á Íslandsmótinu í knattspyrnu sem hefst í næsta mánuði.

Fjölnir féll úr úrvalsdeildinni haustið 2018 en komst strax upp aftur eftir að hafa hafnað í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð. Síðan þá hafa þrír reyndir leikmenn horfið á brott. Daninn Rasmus Christiansen er kominn aftur í Val, en hann var að láni hjá Fjölni á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson lagði skóna óvænt á hilluna fyrir nokkrum vikum og Albert Brynjar Ingason er farinn í Kórdrengi. Þeir þrír léku allir 21 af 22 leikjum Fjölnis á síðustu leiktíð og því er ljóst að um mikla blóðtöku er að ræða. Engan bilbug er þó að finna á Hans, sem sjálfur verður fyrirliði liðsins í sumar. Hann segir ungt og óreynt lið Fjölnis tilbúið að berjast fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu.

„Það er mjög spennandi að geta farið að æfa af alvöru aftur, maður er búinn að bíða lengi eftir því. Það er ekki jafn skemmtilegt að æfa fótbolta með þessum takmörkunum sem hafa verið,“ sagði Hans í samtali við Morgunblaðið á mánudaginn, en hann var þá að undirbúa sig fyrir fyrstu æfingu liðsins án takmarkana eins og heilbrigðisráðuneytið heimilaði frá og með 25. maí.

„Við náum þremur æfingaleikjum fyrir mót, sem er mjög gott. Undirbúningstímabilið er náttúrulega búið að vera mjög sérstakt en við fáum að spila eitthvað og tæklum þetta alveg. Þetta er bara jafn erfitt fyrir öll liðin.“

Viðtalið í heild má lesa í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert