Ástralskur miðjumaður í Þrótt

Þróttarar hefja leik gegn ÍBV í úrvalsdeildinni 14. júní.
Þróttarar hefja leik gegn ÍBV í úrvalsdeildinni 14. júní. mbl.is/Hari

Laura Hughes er gengin til liðs við kvennalið Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu en þetta staðfesti Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í samtali við mbl.is í morgun. Hughes verður nítján ára gömul í júní en hún er ástralskur miðjumaður.

Þróttarar náðu við samkomulagi við leikmanninn í mars en hún kemur til félagsins frá Canberra United. Þróttarar sigruðu fyrstu deildina nokkuð örugglega á síðustu leiktíð og leika því í efstu deild í sumar.

Fyrsti leikur liðsins verður sunnudaginn 14. júní næstkomandi þegar liðið heimsækir ÍBV í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Liðið tekur svo á móti Íslandsmeisturum Vals, fjórum dögum síðar, í Laugardalnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert