Jón Dagur fór bálreiður af velli

Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem tók á móti Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem hóf göngu sína á ný í kvöld. Um var að ræða fyrsta leikinn í danska boltanum síðan fresta þurfti mótinu vegna kórónuveirunnar í mars. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli.

Jón Dagur var tekinn af velli á 66. mínútu í stöðunni 1:0 fyrir gestina og var hann bálreiður samkvæmt textalýsingu Jyllands Posten. Samherji hans Patrick Mortensen tryggði svo AGF stig í uppbótartíma. AGF er í 3. sæti deildarinnar með 41 stig eftir 24 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert