Landsliðsfyrirliðinn orðuð við Barcelona

Sara Björk Gunnarsdóttir á að baki 131 A-landsleik fyrir Ísland …
Sara Björk Gunnarsdóttir á að baki 131 A-landsleik fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað 20 mörk. mbl.is/Hari

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er í dag orðuð við Spánarmeistara Barcelona í spænska miðlinum Marca. Sara Björk, sem er 29 ára gömul, hefur leikið með Wolfsburg í Þýskalandi frá árinu 2016 þar sem hún hefur þrívegis orðið Þýskalandsmeistari og þrívegis bikarmeistari á þremur tímabilum.

Sara verður samningslaus í sumar en franski fjölmiðillinn RMC Sport fullyrti það um miðjan apríl að Sara Björk væri búin að skrifa undir samning við Lyon í Frakklandi. „Ég hef fengið nokkur tilboð og ég hef nú þegar tekið ákvörðun um það hvar ég mun spila fótbolta á næstu leiktíð,“ sagði Sara Björk í samtali við Marca.

„Barcelona er eitt af stærstu félagsliðum heims og þeir hafa gert frábæra hluti í kringum kvennaliðið sitt á undanförnum árum. Það er mikill heiður fyrir mig sem knattspyrnukonu að vera orðuð við besta lið Spánar. Spænska deildin hefur verið á hraðri uppleið og er ein sú sterkasta í heiminum í dag,“ bætti Sara Björk við.

Sara Björk er ein sig­ur­sæl­asta knatt­spyrnu­kona Íslands­sög­unn­ar. Hún varð fjór­fald­ur Svíþjóðar­meist­ari með Rosengård á ár­un­um 2011 til 2015. Þá hef­ur hún þríveg­is orðið deild­ar­meist­ari með Wolfs­burg, sem og þríveg­is bikar­meist­ari. Þá á hún að baki 131 A-lands­leik fyr­ir Ísland þar sem hún hef­ur skorað 20 mörk.

mbl.is