Sorgleg þróun kvennamegin

Helena Ólafsdóttir hætti óvænt með 1. deildarlið Fjölnis í vikunni.
Helena Ólafsdóttir hætti óvænt með 1. deildarlið Fjölnis í vikunni. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Helena Ólafsdóttir lét af störfum sem þjálfari kvennaliðs Fjölnis í knattspyrnu í vikunni. Það ætlar ekki af Fjölnismönnum að ganga því fyrirliði karlaliðs félagsins, Bergsveinn Ólafsson, hætti einnig óvænt í fótbolta fyrir stuttu. Ástandið er því ansi sérstakt í Grafarvoginum þessa dagana þótt það sé reyndar ekki efni þessa bakvarðar.

Alls eru 108 félög skráð til leiks á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Í meistaraflokki karla eru 79 félög skráð til leiks en 29 í meistaraflokki kvenna. Helena var eini kvenkyns þjálfarinn fyrir viku en það var vefmiðillinn fótbolti.net sem vakti fyrst athygli á þessu í febrúar á þessu ári þegar teknar voru saman skráningar í deildabikarinn, Lengjubikarinn, sem fer iðulega af stað í byrjun febrúar.

Eftir því sem undirritaður kemst næst starfar því engin kona í dag sem aðalþjálfari þótt það séu vissulega nokkrar sem eru aðstoðarþjálfarar, kvennamegin í það minnsta. Kollegi minn á Morgunblaðinu, Kristján Jónsson, benti á skemmtilega staðreynd í blaðinu í apríl síðastliðnum þegar hann taldi upp átta leikmenn úr karlaliði KR 1991 sem hafa þjálfað lið í efstu deild.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert