Víkingar safna liði

Vitor Vieira Thomas.
Vitor Vieira Thomas. Ljósmynd/Víkingur Ó.

Miðjumaðurinn Vitor Vieira Thomas mun spila með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar en félagið staðfesti þetta á samfélagsmiðlum sínum í kvöld. Í morgun sagði félagið frá því að varnarmaðurinn Kristófer Reyes myndi spila í Ólafsvík í sumar.

Vitor er fæddur í Brasilíu en hefur búið á Íslandi frá átta ári aldri. Hann bjó lengi á Ólafsfirði og á að baki 41 leik í deild og bikar fyrir KF eða Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Vitor hefur æft undanfarnar vikur með Ólafsvíkingum og skoraði í æfingaleik með liðinu gegn Snæfelli á dögunum.

Vík­ing­ur Ólafs­vík hafnaði í fjórða sæti 1. deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð und­ir stjórn Ejub Purisevic sem nú er hætt­ur og við tók Jón Páll Pálma­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert