Yrði kirsuberið á toppnum

María Eva Eyjólfsdóttir og Anna María Friðgeirsdóttir takast á í …
María Eva Eyjólfsdóttir og Anna María Friðgeirsdóttir takast á í leik Stjörnunnar og Selfoss síðasta sumar. Kristinn Magnússon

Draumur knattspyrnukonunnar Önnu Maríu Friðgeirsdóttur, 28 ára, varð að veruleika á síðasta ári þegar hún lyfti bikarnum á Laugardalsvelli sem fyrirliði uppeldisfélagsins Selfoss. Hún er leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi í efstu deild, enda hefur hún spilað með sveitarfélaginu frá því að deildin var stofnuð árið 2009. Hún er þó ekki hætt að láta sig dreyma; „Maður hættir ekkert þótt það sé búið að sækja eina dollu. Næsta markmið hlýtur að vera að sækja tvær,“ sagði Anna í samtali við Morgunblaðið í gær, en hún talaði tæpitungulaust um markmið og metnað Selfyssinga á komandi Íslandsmóti.

Selfyssingar, sem og flest önnur lið, bíða í ofvæni eftir að tímabilið geti loks hafist eftir frestunina vegna kórónuveirunnar. Íþróttalið máttu byrja að æfa án takmarkana á mánudaginn og nýttu Selfyssingar sér það til fulls, spiluðu æfingaleik á fyrsta degi. „Það er mikil spenna að geta loksins verið saman aftur og við tókum mánudaginn af krafti og spiluðum æfingaleik við Keflavík. Það varð bara að henda sér í djúpu laugina!“ sagði Anna. Þó að leikmenn hafi vissulega lagt sitt af mörkum til að halda sér í góðu standi jafnist ekkert á við að spila fótbolta.

„Leikmenn voru auðvitað ryðgaðir, við vorum ekki búnar að spila fótbolta í tíu vikur. Ég er búin að hlaupa, gera styrktaræfingar heima og nota allt sem ég hef til að halda í einhverja vöðva en þetta er náttúrulega tvennt ólíkt. Þú getur hlaupið eins og brjálæðingur en þegar það er kominn bolti í leikinn er þetta allt annað.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert