Eftirmaður Helenu fundinn

Dusan Ivkovic, fyrir miðju.
Dusan Ivkovic, fyrir miðju. Ljósmynd/Fjölnir

Knattspyrnudeild Fjölnir hefur ráðið Dusan Ivkovic sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Tekur hann við af Helenu Ólafsdóttur sem hætti í vikunni. 

Dusan þjálfari yngri flokka hjá Fjölni árið 2018 og þá hefur hann einnig stýrt meistaraflokki Hamri í 4. deild karla. Starfaði hann síðast hjá knattspyrnuakademíu í Kína. 

Fjölnir leikur í 1. deildinni í sumar, en liðið hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. 

mbl.is