Englendingurinn aftur til Ólafsvíkur

Harley Willard er kominn aftur til Ólafsvíkur.
Harley Willard er kominn aftur til Ólafsvíkur. mbl.is/Hari

Enski knattspyrnumaðurinn Harley Willard hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking Ólafsvík. Kemur hann til félagsins frá Fylki, en hann gekk í raðir Fylkis frá Víkingi í nóvember eftir eitt sumar hjá Ólafsvíkingum.

Willard var einn besti leikmaður 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og skoraði ellefu mörk í 22 leikjum er Víkingur hafnaði í fjórða sæti. Var hann valinn í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni. 

Willard er 22 ára og var í akademíum Arsenal og Southampton á sínum tíma. Þótti hann á tímabili einn efnilegasti leikmaður Englands. 

mbl.is