KSÍ greiðir 100 milljónir til félaganna

Breiðablik og Stjarnan fá um fimm milljónir hvort í sinn …
Breiðablik og Stjarnan fá um fimm milljónir hvort í sinn hlut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnusamband Íslands hefur greitt 100 milljónir króna af eigin fé sambandsins til aðildarfélaganna til að aðstoða þau vegna kórónuveirufaraldursins sem sett hefur strik í reikning íþróttahreyfingarinnar undanfarna mánuði.

Öll aðildarfélög KSÍ, bæði þau sem eru með barna og unglingastörf og félög án þess, fá þar að auki niðurfellingu ferðaþátttökugjalds og þátttökugjalds í mót á vegum sambandsins. KSÍ birtir á heimasíðu sinni lista yfir greiðslur til allra knattspyrnufélaganna og má sjá hann með því að smella hér.

Úrvalsdeildarliðin Breiðablik, FH, Stjarnan, Valur og Fylkir fá mest eða rúmlega fimm og hálfa milljón hvert fyrir sig. Í fyrstu deildinni eru greiðslurnar á bilinu 1,8 til 3,2 milljónir og í 2. deild fá félögin um milljón eða minna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert