Emil skoraði í sigri FH

Emil Hallfreðsson í landsleik Íslands og Tyrklands á síðasta ári.
Emil Hallfreðsson í landsleik Íslands og Tyrklands á síðasta ári. mbl.is/Hari

Emil Hall­freðsson, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, skoraði fyrir FH í 2:0-sigri á Fram í æfingaleik í Kaplakrika í dag. Emil, sem er 35 ára, er samn­ings­bund­inn Padova í ít­ölsku C-deild­inni til 30. júní og hefur ekki útilokað að spila með Hafnarfjarðarliðinu í sumar.

„Ég er með samn­ing til 30. júní og ætla ekki að segja já eða nei. Það verður að leyfa tím­an­um að leiða þetta í ljós. Ég ætla að sjá hvað ger­ist með deild­ina mína. Það er verið að tala um að fara beint í um­spil og ef það er mögu­leiki væri það skemmti­leg­ast, en það kem­ur í ljós. FH er samt alltaf minn klúbb­ur,“ sagði Emil í hlaðvarpinu Steve Dag­skrá á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert