Fimm skiptingar leyfðar á Íslandsmótinu

Fimm skiptingar verða leyðfar í efstu deildum í sumar.
Fimm skiptingar verða leyðfar í efstu deildum í sumar. mbl.is/Hari

Knattspyrnusamband Íslands hefur samþykkt tímabundnar breytingar á reglugerð sambandsins um knattspyrnumót. Um er að ræða breytingar er snúa að leikmannaskiptingum í efstu deildum karla og kvenna.

Heimilt verður að setja fimm varamenn inn í leik í efstu deildum karla og kvenna, 1. deild karla og bikarkeppni KSÍ. Þó er félögum áfram aðeins heimilt að stöðva leikinn þrisvar til að skipta leikmönnum sem og að nota leikhléið.

Sé leikur framlengdur má hvort lið nota einn varamann til viðbótar og stöðva leik einu sinni til viðbótar. Einnig má nýta hlé fyrir upphaf framlengingar og hálfleik hennar til skiptinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert