Skagamaður setti Íslandsmet

Knútur Haukstein Ólafsson hélt boltanum 11.582 sinnum á lofti.
Knútur Haukstein Ólafsson hélt boltanum 11.582 sinnum á lofti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knútur Haukstein Ólafsson, 27 ára gamall Skagamaður, setti á dögunum Íslandsmet í að halda bolta á lofti en það voru Skagafréttir sem greindu fyrst frá þessu. Knútur hélt boltanum á lofti í einn klukkutíma og 44 mínútur og snerti hann boltann að minnsta kosti 11.582 sinnum en metið setti hann í íþróttahúsinu við Jaðarbakka.

Ég útskrifaðist úr FVA árið 2013 og æfði fótbolta af og til með ÍA,“ sagði Knútur í samtali við Skagafréttir. „Ég hef alltaf verið meira einstaklingsmiðaður og liðsíþróttir áttu því ekki vel við mig. Mér hefur alltaf þótt gaman að vera með boltann og leika mér, gera alls konar brellur. Ég hef æft mig með þeim hætti að ég get kannski gert hluti með boltann sem er erfitt fyrir leikmenn að útfæra í „alvöru“ fótboltaleik.

Ég fæ tíma og frið til að halda boltanum á lofti og gera alls konar kúnstir. Það er stór munur á þeim aðstæðum og að reyna að gera eitthvað slíkt í venjulegum fótboltaleik. Flestar af þessum brellum mínum myndu fáir komast upp með að gera í alvörufótboltaleik. Ronaldinho, Zlatan Ibrahimovic og Zinedine Zidane hafa kannski gert svona kúnstir í atvinnufótbolta án þess að vera hreinlega teknir fyrir eða stöðvaðir,“ sagði Knútur meðal annars.

Umfjöllun Skagafrétta um málið má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert