Spænskur framherji í Laugardalinn

Þróttarar spila í 1. deildinni, Lengudeildinni.
Þróttarar spila í 1. deildinni, Lengudeildinni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þróttur úr Reykjavík hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni í knattspyrnu í sumar en liðið hefur samið við spænskan framherja. Þróttarar segja frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Esaú Rojo er 31 árs gamall, hávaxinn framherji sem mun spila með Þrótturum í sumar, en hann lék síðast með liði Torrejón CF í 3. deildinni í heimalandinu. Hann er væntanlegur til landsins á næstu dögum og ætti því að vera klár í slaginn þegar Þróttarar fá Leikni R. í heimsókn í fyrstu umferðinni, 19. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert