Áfall fyrir FH-inga

Brynjar Ásgeir Guðmundsson í leik með FH.
Brynjar Ásgeir Guðmundsson í leik með FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnulið FH hefur orðið fyrir áfalli þar sem nú er orðið ljóst að Brynjar Ásgeir Guðmundsson mun ekki leika með liðinu í sumar vegna meiðsla. 

Brynjar sleit hásin á dögunum og þarf að fara í aðgerð. Í kjölfarið mun taka við löng endurhæfing. „Ég set stefnuna á að vera kominn á fullt í febrúar eða mars. Eftir aðgerð tekur við sex til átta mánaða endurhæfing,“ sagði Brynjar við Fótbolta.net

Brynjar lék tólf leiki með FH í öllum keppnum síðasta sumar, en hann hefur stærstan hluta ferilsins leikið með uppeldisfélaginu FH. Þá hefur hann einnig leikið með Grindavík. 

mbl.is