Næsti Dele Alli mættur til Vopnafjarðar

Ben King og Recoe Martin leika með Einherja í sumar.
Ben King og Recoe Martin leika með Einherja í sumar. Ljósmynd/Einherji

Knattspyrnudeild Einherja á Vopnafirði hefur gert samninga við Englendingana ungu Ben King og Recoe Martin fyrir átökin í 3. deildinni á komandi leiktíð. 

Martin kemur til félagsins frá MK Dons á Englandi en fyrir einungis ári síðan var hann orðaður við Southampton, Newcastle og Norwich í ensku úrvalsdeildinni.

Mirror greindi frá því á síðasta ári að hann gæti orðið næsti Dele Alli, en Alli er leikmaður Tottenham og enskur landsliðsmaður. 

Var greinin skrifuð í kjölfar þess að Martin skoraði fimm mörk í 17 mínútum í leik með unglingaliði MK Dons. Alli er einmitt uppalinn hjá MK Dons. 

Einherji endaði í sjöunda sæti í 3. deildinni á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert