Þróttarar naumlega áfram

Þróttarar eru komnir í 2. umferð og mæta þar Vestra.
Þróttarar eru komnir í 2. umferð og mæta þar Vestra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þróttur Reykjavík úr 1. deild er kominn í 2. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á 4. deildarliði Álafoss á heimavelli í lokaleik dagsins í keppninni. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Magnús Pétur Bjarnason sigurmarkið á 51. mínútu. Þróttarar fengu góð færi til að bæta við marki en Axel Helgi Ívarsson stóð vaktina vel í marki gestanna. 

Steinar Aron Magnússon var hetja Hattar/Hugins því hann skoraði bæði mörkin í 2:1-heimasigri á Sindra í framlengdum leik. Steinar kom Hetti/Hugin yfir á 58. mínútu en Sindri jafnaði með marki Cristofer Rolin á 81. mínútu og því varð að framlengja. Sigurmark Steinars kom strax á þriðju mínútu framlengingarinnar. 

Þá vann KFG 7:1-sigur á KB úr Breiðholti í Garðabæ. Gunnar Helgi Hálfdanarson skoraði þrennu fyrir KFG og þeir Stefán Daníel Jónsson, Kári Pétursson, Kristján Gabríel Kristjánsson og Jóhann Ólafur Jóhannsson komust einnig á blað. Eyþór Guðmundsson skoraði mark KB. 

mbl.is